Hreinsun og fágun
Professional Cleansing Cream - Hreinsikrem
Hreinsikrem og farðahreinsir, vinnur eins og örlítil ryksuga á húðinni. Blanda vatns og olíu sem stíflar yfirborð svitahola, jafnvel eftir böðun, er hreinlega soguð í burtu með þessu kremi sem er einstaklega hugvitsamlega samsett. Hreinsikremið nær ótrúlegum árangri og auk þess að hreinsa húðina verður áferð hennar fallegri frá fyrstu notkun. Kremið virkar jafnvel á vatnsþolinn augnfarða, er mjög milt gagnvart viðkvæmum augum og fyrir þá sem eru með augnlinsur, er án rotvarnarefna og veldur ekki sviða. Herpandi áhrif en milt á húðinni. Er laust við olíukennt yfirborð eftir hreinsun.
Samantekt: Engin rotvarnarefni, ekkert vatn, djúphreinsiáhrif, fyrir allt andlitið og augu, einnig á vatnsþolinn farða, fyrir allar húðgerðir.
Soft Cleansing Milk - Húðhreinsimjólk
Áferð hágæða hreinsimjólkurinnar mun koma þér á óvart. Hún fjarlægir farða og frískar húðina án þess að þurrka hana. Má bera hratt og auðveldlega á að morgni og er upplögð að kvöldi fyrir hreinsun á léttum farða. Soft Cleansing Milk hentar einnig ungum notendum sem vilja aðeins eyða nokkrum andartökum í húðhreinsun á ferska húð sína.
Notkun: Berist á augnlok, andlit og háls og nuddist mjúklega í nokkrar sekúndur. Hreinsið af.
Samantekt: Mjög milt, samskonar rotvarnarefni og í matvælum, hröð og auðveld í notkun, hentar öllum húðgerðum.
Tonic Lotion – Andlitsvatn
Hressandi og endurlífgandi andlitsvatn. Sett í bómul og strokið yfir andlitið eftir notkun á húðhreinsimjólkinni. Fullkomnar hreinsunina og húðin verður fersk og tilbúin fyrir krem.
Inniheldur: Glycerin, sítrus sýru.
Mild Scrub - Mildur kornahreinsir
Kornahreinsir með flögnunarvirkni sem fjarlægir dauðar frumur af yfirborði húðarinnar. Hvítt marmaraduft sléttir gróf svæði og bætir húðina sem fær fallega útgeislun og ljómandi útlit. Sérlega mildur kornahreinsir sem veldur ekki ertingu og hentar öllum húðgerðum.
Notkun: Notið nokkrum sinnum í viku eftir húðhreinsun, berið þunnt lag af Mild Scrub á andlit og háls. Nuddið mjúklega í nokkrar sekúndur. Ef kremið verður of þurrt við nuddið þá má bæta svolitlu vatni í staðinn fyrir meira krem og halda síðan nuddinu áfram í smá tíma. Hreinsið síðan af.
Samantekt: Mjög mild en árangursrík flögnun, samskonar rotvarnarefni og í matvælum, hentar öllum húðgerðum jafnvel viðkvæmri húð.
Essentail Mask - Ilmkjarnamaski
Útgeislun tryggð! Maskinn er gerður til að kalla fram ferskt og fallegt yfirbragð húðarinnar. Hann er meðal grundvallarvara sem þróaðar voru af Dr. Paul Herzog. Hárfín blanda hágæða- og vel þolanlegra ilmkjarnaolía (greipaldin, appelsína og tangerína) í þessari einstöku vöru gerir hana framúrstefnulega, lúxus-fegrunar blöndu. Greipaldin: ferskt, örvar og sléttir húðvefina með mildum sítrónuilmi. Appelsína: jafnar húðlit og gefur ljóma. Tangerína: er þekkt fyrir að koma í veg fyrir og draga úr hrukkum og merkjum um öldrun húðarinnar.
Essential Mask dregur úr þreytulegu útliti og þaninni húð og er upplagt að nota hann í
10 mín. fyrir förðun ef farið er út að kvöldi.